Vatnsveituv. fákur , 110 Reykjavík (Árbær)
7.900.000 Kr.
Hesthús
0 herb.
243 m2
7.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1966
Brunabótamat
45.200.000
Fasteignamat
27.190.000

Háborg fasteignasala kynnir: Tvær hesthúsastíur – 12,5% eignarhlutur í vönduðu hesthúsi í Faxabóli

Um er að ræða tvær vandaðar og vel við haldnar hesthúsastíur nr. 1-4 í einstaklega skipulögðu hesthúsi á frábærum stað í Faxabóli – beint á móti Fáksheimilinu, við hlið stórs tamningagerðis. Eignarhluturinn nemur 12,5% samkvæmt fasteignaskráningu og samsvarar tveimur tveggja hesta stíum. Mögulegt er að kaupa aðeins eina stíu (6,25%). Birt stærð fasteignarinnar er 160 fm ásamt 83 fm áfastri hlöðu, samtals 243 fm.
Húsið er í mjög góðu ástandi, með snyrtilegri aðkomu og stóru afgirtu gerði. Sameignin er snyrtileg og vel við haldið. Góð umgengni og samstaða meðal eigenda.

Aðstaða í sameign:
  • Glæsileg kaffistofa með mikilli lofthæð og suðursvölum
  • Þvottaaðstaða
  • Járningaaðstaða
  • Hnakkageymsla og hlaða
  • Fjögur búningsherbergi
  • Snyrting og geymsla
Aðrar upplýsingar:
  • Morgungjöf er aðkeypt og kvöldgjafir í vöktum
  • Hver stía er 6,25% af heildareign – hægt að kaupa aðskilið
  • Kaupandi þarf að vera félagsmaður í Hestamannafélaginu Fáki
Frábær staðsetning fyrir hestafólk sem vill tryggja sér framtíðaraðstöðu í einu eftirsóttasta hesthúsahverfi landsins.

Nánari upplýsingar veitir Katla Hanna Steed, löggiltur fasteignasali í síma 822 1661 eða [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.