Opið hús: 31. janúar 2026 kl. 12:00 til 12:30.Opið hús: Burknavellir 17, 221 Hafnarfjörður, Íbúð merkt: 01 03 01. Eignin verður sýnd laugardaginn 31. janúar 2026 milli kl. 12:00 og kl. 12:30.
Björt og vel skipulögð 4ra herbergja endaíbúð með stæði í bílageymsluFalleg 92,4 fm 4ra herbergja endaíbúð á 3. hæð í lyftuhúsi, með gluggum í þrjár áttir sem tryggja góða birtu. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu og aðgengi er gott að allri helstu þjónustu.
- Stæði í bílageymslu
- Endaíbúð með góðri birtu
- Þrjú svefnherbergi
- Sutt í skóla, leikskóla og íþróttasvæðiNánari upplýsingar um eignina veitir
Tinna Bryde, löggiltur fasteignasali,
í síma 660-5532 eða á netfangið
[email protected].Eignin er laus við kaupsamning. Nánari lýsing:Forstofa: Rúmgóð forstofa með parketi á gólfi og góðu skápaplássi.
Stofa: Björt og rúmgóð stofa með parketi á gólfi og útgengi á svalir til suðurs sem bjóða upp á góða nýtingu yfir sumartímann.
Eldhús: Eldhús er parketlagt og með snyrtilegri innréttingu, góðu vinnuplássi og opnu flæði að stofu. Ný borðplata er í eldhúsi.
Svefnherbergi: Svefnherbergin eru þrjú, öll með parketi á gólfi. Fataskápar eru í hjónaherbergi en opið hillurými í hinum herbergjunum.
Baðherbergi: Flísalagt baðherbergi með innréttingu undir vask, hillum og baðkari með sturtu.
Þvottahús: Sér þvottahús með flísum á gólfi, vinnuborði, vask og hillum.
Athuga að mynd í auglýsingu hefur verið unnin með stafrænum hætti (gervigreind) til að sýna möguleika á nýtingu rýmis. Geymslur og sameignGeymsla fylgir í sameign, auk sameiginlegrar
hjóla- og vagnageymslu. Íbúðinni fylgir
stæði í bílageymslu í bílakjallara.Hús og umhverfiSameign er snyrtileg og hefur fengið gott viðhald. Nýlegt myndavélakerfi er í geymslugöngum og bílageymslu. Undirbúningur er fyrir hleðslustöðvar við bílastæði og þegar hafa verið settar upp fjórar hleðslustöðvar (tveir staurar með tveimur tengjum hvor). Stutt er í alla helstu þjónustu og íþróttasvæði Hauka nánast í bakgarðinum, auk skóla og leikskóla í göngufæri.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 3.800,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.