Gvendargeisli 84, 113 Reykjavík (Grafarholt)
92.400.000 Kr.
Hæð/ Hæð í þríbýlishúsi
4 herb.
129 m2
92.400.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2003
Brunabótamat
68.120.000
Fasteignamat
92.400.000
Opið hús: 31. janúar 2026 kl. 13:30 til 14:00.

Opið hús: Gvendargeisli 84, 113 Reykjavík. Eignin verður sýnd laugardaginn 31. janúar 2026 milli kl. 13:30 og kl. 14:00.

Falleg og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á hæð með stæði í bílageymslu
Háborg fasteignasala og Tinna Bryde löggiltur fasteignasali kynna fallega og vel skipulagða íbúð á efstu hæð í litlu og snyrtilegu fjölbýlishúsi. Eignin nýtur fallegs útsýnis að skóglendi og fjöllum, góðrar birtu og er á frábærum stað í fjölskylduvænu hverfi með stutt í skóla, leikskóla og útivist.

-  Stæði í lokaðri bílageymslu
-  Björt íbúð og með góðu útsýni
-  Þrjú svefnherbergi 


Upplýsingar um eignina veitir Tinna Bryde, löggiltur fasteignasali, í síma 660-5532 eða [email protected]

Almennar upplýsingar
Eignin er skráð 124,1 fm samkvæmt fasteignaskrá HMS, þar af er sér geymsla í sameign 5,3 fm. Eigninni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu, auk sameiginlegrar vagna- og hjólageymslu.

Skipulag eignarinnar
Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og góðum fataskápum.
Inn af forstofu er þvottahús með innréttingu, skolvaski og glugga. Í opnu flæði við þvottahús er geymsla, sem er afar hentug fyrir daglega notkun.
Frá forstofu er gengið inn í opið alrými þar sem eldhús, borðstofa og stofa tengjast.
Eldhús er með snyrtilegri innréttingu, góðu skápaplássi og vinnuaðstöðu. Borðkrókur tengir eldhús og stofu.
Stofan er björt og rúmgóð með stórum gluggum í suðvesturátt og útgengi á góðar svalir sem bjóða upp á útsýni.
Íbúðin er með þrjú svefnherbergi, öll rúmgóð og með fataskápum. Eitt herbergjanna er staðsett við forstofu og hentar vel sem barnaherbergi, gestaherbergi eða skrifstofa.
Baðherbergi er rúmgott og flísalagt í hólf og gólf, með bæði baðkari og sturtu, upphengdu salerni, góðri innréttingu og opnanlegum glugga.
Nýlega var skipt um gólfefni í herbergjum, stofu og alrými, þar sem fallegt harðparket var lagt, auk nýrra flísa í eldhúsi.

Sameign & aðkoma
Góð aðkoma er að húsinu með bílastæðum við inngang.
Eigninni fylgir rúmgott stæði í lokaðri bílageymslu, og möguleiki er á tengingu við rafhleðslustöðvar á vegum húsfélags.
Í sameign eru vagna- og hjólageymslur og sér geymsla íbúðarinnar er á jarðhæð.

Staðsetning
Gvendargeisli er staðsettur í vinsælu og grónu hverfi þar sem stutt er í leik- og grunnskóla, íþróttasvæði og fjölbreytta útivist. Gönguleiðir, græn svæði og fallegt umhverfi gera hverfið einstaklega fjölskylduvænt og eftirsótt.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 3.800,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.