Logafold 40, 112 Reykjavík (Grafarvogur)
179.800.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
7 herb.
207 m2
179.800.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1987
Brunabótamat
102.100.000
Fasteignamat
138.100.000
Opið hús: 31. janúar 2026 kl. 15:00 til 15:45.

Opið hús: Logafold 40, 112 Reykjavík. Eignin verður sýnd laugardaginn 31. janúar 2026 milli kl. 15:00 og kl. 15:45.

Einbýlishús með aukaíbúð, sjávarsýn og suðurverönd á eftirsóttum stað í Grafarvogi
Háborg fasteignasala og Tinna Bryde löggildur fasteignasali kynna vel skipulagt einbýlishús á þremur pöllum með aukaíbúð, rúmgóðum bílskúr og fjölbreyttum nýtingarmöguleikum. Eignin nýtur fallegs útsýnis yfir sjóinn, góðrar birtu og er með stóra verönd og svalir til suðurs.

-  Aukaíbúð með sérinngangi
-  Falleg sjávarsýn og stór suðurverönd
-  Rúmgóður bílskúr og stórt nýtanlegt geymslurými

Nánari upplýsingar
 um eignina veitir Tinna Bryde, löggiltur fasteignasali, í síma 660-5532 eða á netfangið [email protected].

Eignin er skráð 207,8 fm, þar af 40 fm bílskúr.
Aukaíbúð er óskráð í fermetrum eignarinnar, um 60 fm. 
Geymsla undir bílskúr er óskráð í fermetrum eignarinnar, um 40 fm, flotuð og með tengi fyrir hita.
Aðrir um 40 fm eru undir aukaíbúðinni en eru ekki nýttir í dag.
Hitalögn er á bílaplani og í botnlanga

Skipulag eignarinnar
Miðjupallur
Forstofa með flísum á gólfi og fataskáp.
Gestasnyrting með innréttingu, handlaug, sturtu og salerni.
Herbergi með fataskáp, glugga og teppi á gólfi.
Flísalagt hol sem tengir saman rými eignarinnar.
Eldhús með góðri innréttingu og miklu skápaplássi. Borðkrókur og útgengi á verönd.
Þvottahús inn af eldhúsi með parketflísum á gólfi, skolvaski, borðplötu og skápum. Útgengi á verönd.

Efri pallur
Rúmgóð stofa og borðstofa með gluggum á þrjá vegu sem veita fallega birtu og sjávarsýn.
Útgengi á stórar svalir til suðurs.

Neðri pallur
Svefnherbergi I: Rúmgott herbergi með góðu skápaplássi, gluggum á tvo vegu og útgengi á suðurverönd. Dúkur á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, góðri innréttingu, handklæðaofni, baðkari og salerni.
Svefnherbergi II: Með glugga og teppi á gólfi.
Svefnherbergi III: Með glugga, fataskáp og teppi á gólfi.

Bílskúr
Rúmgóður bílskúr með rafmagnsopnun.
Geymsla undir bílskúr, óskráð í fermetrum, með flotuðu gólfi og tengi fyrir hita.

Aukaíbúð – sérinngangur
Forstofa með flísum á gólfi.
Eldhús með innréttingu og góðu skápaplássi, borðkrók og dúk á gólfi.
Rúmgott hol með skápum og góðri aðstöðu fyrir skrifborð.
Svefnherbergi með teppi á gólfi.
Baðherbergi með innréttingu, sturtu og salerni, flísar á gólfi.

Staðsetning & hverfi
Eignin er staðsett á einstökum stað í Grafarvogi, þar sem sjórinn er beint fyrir neðan húsið og útsýni yfir voginn setur sterkan svip á daglegt líf. Staðsetningin býður upp á frið, næði og nánd við náttúruna, þar sem strandlengjan og fallegir göngustígar eru örfáum skrefum frá lóðinni.
Grafarvogur er gróið og eftirsótt hverfi með fjölskylduvænu umhverfi, stuttri leið í leik- og grunnskóla, íþróttamannvirki, sundlaug og verslun. Göngu- og hjólastígar liggja meðfram sjónum og um hverfið allt. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 3.800,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.